*ENGLISH BELOW*
Sæl öll!
Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun hefur nýlega birt greinina mína sem kannar viðhorf íslenskra kennaranema til menningarmiðaðra kennsluaðferða, sem og fræðilega og verklega þekkingu á þeirri fjölmenningarlegu menntun sem þeir fengu í kennaranáminu. Einnig fjallar greinin um reynslu kennaranemanna af störfum með grunnskólanemum með fjölbreyttan menningarbakgrunn.
Gögnum var safnað með ítarlegum einstaklingsviðtölum við tíu nema sem leggja stund á meistaranám til kennsluréttinda við tvo íslenska háskóla en við úrvinnslu gagnanna var þemagreining notuð.
Niðurstöður gáfu vísbendingar um að viðkomandi háskólar legðu ekki nægilega áherslu á þróun fjölmenningarhæfni kennaranema. Þrátt fyrir jákvætt viðhorf þátttakenda gagnvart menningarmiðuðum kennsluaðferðum, þá skorti þátttakendur dýpri skilning á hugmyndafræðinni sem liggur að baki slíkum aðferðum.
Greinin er gefin út í opnum aðgangi.
Mér finnst það vanta að koma inn bæði meira um tvítyngi og erlenda nemendur. Mér finnst það bara vanta – það þarf bara svo mikið að gera í þessu finnst mér. Og meira til dæmis eins og félagsfærni […] Hvað gerum við í foreldrasamstarfi? Það er orðið mjög erfitt núna – foreldrasamstarfið – þetta er svo fjölbreyttur hópur! […] Sem kennari ertu að takast á við svo margt. Mér finnst ég er ekkert endilega tilbúin eftir fimm ára nám í margt. Ég myndi vilja vita meira hands-on bara hvernig.
Ína, gervinafn.
*ENGLISH*
I am pleased to announce the publication of my article titled Culturally responsive teaching methods: Icelandic student teachers’ experiences in Netla – Online Journal on Pedagogy and Education. The article is written in Icelandic but includes an extended English abstract.
This article investigates Icelandic student teachers’ perspectives on culturally responsive teaching methods that motivate children to develop and use their cultural and linguistic resources. It also analyses student teachers’ experiences working with children from diverse cultural backgrounds. Based on the student teachers’ reflections on the educational process, its advantages, and its limitations, the paper discusses the implications for teacher education in Iceland.
The article is published open access.
