Fjölmenningarleg menntun: Útópía eða hagnýtur rammi fyrir árangursríkar kennsluaðferðir?

Verkefnið er eigindleg samanburðarrannsókn sem felur í sér greiningu á viðtölum við kennaranema í þremur löndum: Íslandi, Danmörku og Noregi. Markmiðið er að kanna sjónarhorn þátttakenda á fjölmenningarlega menntun og skoða hversu vel þeir eru undirbúnir til að vinna með börnum af mismunandi uppruna í framtíðinni. Mikilvægt er að greina hvernig nemendur skynja og skilja hugtakið fjölmenningarleg menntun, hvort þeir líta á það sem óljósa hugmyndafræði, eða sem hagnýtan ramma sem þeir eru tilbúnir að nýta sér á starfsferli sínum. Verkefnið miðar að því að greina muninn á reynslu kennaranema og skilningi á fjölmenningarlegri menntun í þátttökulöndunum. Verkefnið mun leggja mikið af mörkum til umbóta í kennaramenntun, menntastefnu og námskrárgerð. Einnig mun verkefnið koma sér vel fyrir kennaranema framtíðarinnar sem geta byggt á reynslu fyrri nema.


LATEST NEWS